Styrktarbeiðni

Sælgætisgerðin Freyja leggur áherslu á að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og komandi kynslóðir. Þess vegna styðjum við verkefni sem efla velferð, samstöðu og jákvæða þróun í samfélaginu.

Freyja veitir styrki til verkefna sem samræmast gildum og siðareglum fyrirtækisins og leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag til framtíðar. Gildi félagsins eru skemmtilegar hefðir, lifandi sköpunarkraftur og góður félagsskapur.

Fylltu út formið hér að neðan ef þú telur að þitt verkefni falli að styrktarstefnu Freyju.

Styrkhafar fá svar innan 30 daga frá því að beiðni berst.
Ef ekkert svar hefur borist innan þess tíma telst beiðninni hafnað.