STERKAR DJÚPUR SÚKKULAÐIMÚS
MEÐ RÍS BOTNI
INNIHALD
Mús
1 poki Rískúlur
300 g Sterkar djúpur súkkulaði plötur (eða 3 plötur)
500 ml rjómi (fyrir músina) sjálfa
Til skrauts
500 ml rjómi
Freyju súkkulaðispænir
Falleg ber
AÐFERÐ
Setjið Sterkar djúpur súkkulaðið í skál og brytjið það niður í smærri einingar.
Hitið næst 250ml af rjóma í potti yfir vægum hita og hellið yfir súkkulaðið.
Léttþeytið restina af rjómanum (250ml) þar til hann er farin að halda sér vel en er ekki stífþeyttur.
Blandið súkkulaðiblöndunni og þeytta rjómanum varlega saman með sleif.
Brytjið næst Rís kúlurnar og setjið í botninn á glösunum eða skálunum sem þið viljið bera fram í.
Hellið næst músinni ofan í glösin/skálarnar og kælið í a.m.k. 5-6 klst, eða helst yfir nótt. Þetta er frábært tækifæri til að undirbúa þennan auðvelda en góða eftirrétt fyrir fram en músin geymist vel í kæli í 3-5 daga.
Skreytið næst eftirréttinn fallega og berið fram með rjóma, ís eða jafnvel ferskum berjum.