Döðlubitar
INNIHALD
1 pakki ferskar döðlur
100-200 g hnetusmjör
50 gr pistasíur, ristaðar og saltaðar
100 g hindber (hægt að nota frosin)
100 g Freyju Suðusúkkulaði
AÐFERÐ
Byrjið á að saxa pistasíurnar, bræða súkkulaðið og bræða hnetusmjörið.
Skerið/klippið döðlurnar til að opna þær og fletjið þær út með kökukefli eða t.d. glasi.
Byrjið á að segja u.þ.b teskeið af hnetusmjöri ofan á hverja döðlu.
Setjið þar næst Freyju suðusúkkulaði og pistasíur á döðluna.
Áður en súkkulaðið harnar er hindber stungið í miðjuna og þá er þetta auðvelda en góða snarl í hollari kantinum tilbúið!
Döðlubitarnir eru besy geymdir í frysti og fullkomið að taka þá út ca 10-15 mín áður en þið ætlið að njóta

