Piparköku samlokur með
súkkulaði og smjörkremi

INNIHALD

1 kassi af piparkökum

200 gr Freyju suðusúkkulaði

250 gr smjör, við stofuhita

250 g flórsykur

dass af vanillu

30 ml rjómi

AÐFERÐ

  1. Bræðið Freyju suðu-súkkulaðið við vægan hita eða í örbylgjuofni þar til það er alveg bráðið, passið að hræra í súkkulaðinu reglulega á meðan það er að bráðna.

  2. Takið piparkökurnar og dýfið bakhliðinni á þeim í súkkulaðið. Leggið á pappírsklædda bökunarplötu og leyfið súkkulaðinu að harðna, gott er að setja plötuna í kæli eða frysti.

  3. Á meðan súkkulaðið storknar mæli ég með að útbúa smjörkremið. Þeytið saman smjör og flórsykur þar til létt og ljóst, bætið næst rjóma og vanilludropum saman við og þeytið vel þar til þið eruð komin með silkimjúkt krem.

  4. Takið tvær piparkökur og setjið krem á aðra piparkökuna. Leggið hina piparkökuna á smjörkremið og myndið eins konar samloku.

5. Skreytið fallega og njótið!

Next
Next

Súkkulaði smákökur með Freyju karamellu og bismarck brjóstsykri