KARAMELLUKAKA
FULLKOMIN BLANDA AF SÆTU, SÖLTU, STÖKKU OG MJÚKU.
INNIHALD
Kexbotn
250 g smjör við stofuhita
50 g sykur
120 g púðursykur
1 stk eggjarauða
3 g salt
260 g hveiti
Karamella
395 g niðursoðin mjólk
200 g smjör
200 g púðursykur
80 g sýróp
3 g salt
Súkkulaðihjúpur
340 g Freyju suðusúkkulaði
120 g rjómi
AÐFERÐ
Forhitið ofninn í 175*C.
Klæðið eldfast mót með bökunarpappír og leggið til hliðar.
Þeytið saman sykur, púðursykur og smjör þar til blandan er orðin létt og ljós.
Bætið eggjarauðunni næst saman við.
Að lokum fer hveitið og saltið saman við og hrært þar til deigið er komið saman.
Setjið deigið í pappírsklædda mótið og smyrjið jafn út.
Bakið kexbotninn í 20-25 mínútur eða þar til hann er orðin gullinbrúnn.
Leyfið botninum að kólna eftir að hann kemur úr ofninum og byrjið á karamellunni á meðan.
Setjið niðursoðna mjólk, smjör, púðursykur og síróp saman í pott og hitið blönduna yfir vægum hita á meðan þið hrærið stanslaust.
Fáið blönduna upp að suðu og þegar suðan er komin upp lækkið þið undir og leyfið karamellunni að sjóða í um 10 mínútur á meðan þið hrærið stanslaust svo hún brenni ekki við.
Takið af hellunni og bætið saltinu saman við.
Hellið karamellunni yfir kexbotninn og setjið inn á kæli í a.m.k. klukkustund.
Þegar karamellan hefur stífnað, er ráð að gera súkkulaðihjúpinn.
Blandið rjóma og súkkulaði saman í pott og bræðið saman yfir vægum hita.
Hellið hjúpnum yfir karamelluna, stráið smá sjávarsalti yfir og setjið inn á ískáp í hálftíma og leyfið honum að harðna.
Skerið í hæfilega stóra bita og njótið!