KLASSÍSKT HEITT SÚKKULAÐI
ÚR BRAGÐMIKLA SUÐUSÚKKULAÐINU FRÁ FREYJU
INNIHALD
200 g Freyju Suðusúkkulaði
1 l. mjólk
30 g sykur
1/2 tsk salt
Þeyttur rjómi
Freyju Súkkulaðispænir
AÐFERÐ
Velgið mjólkina í meðalstórum potti við vægan hita.
Bætið næst Suðusúkkulaðinu saman við og bræðið saman við mjólkina. Passið að hræra vel á meðan súkkulaðið er að bráðna saman við.
Bætið því næst sykrinum og saltinu saman við og hrærið þar til að allt hefur blandast vel saman.
Leyfið suðunni að koma upp og berið fram með þeyttum rjóma og Súkkulaðispæni.