SUMARBOMBA

RJÓMAFYLLT MARENGSTERTA MEÐ LAKKRÍS VILLIKETTI OG LAKK RÍSKÚLUM

INNIHALD

Marengsterta

4 eggjahvítur
130 g sykur
100 g púðursykur
1 poki Freyju Lakk-Rís kúlur
100 g Rice Krispies 

Rjómafylling

500 ml rjómi
1 pakki fersk hindber 
3x Freyju Lakkrís Villiklöttur

Súkkulaðibráð

150 g Freyju suðusúkkulaði
250 ml Rjómi
1x Villiköttur

AÐFERÐ


  1. Byrjið á að þeyta saman sykur, púðursykur og eggjahvítur þar til þið fáið stífþeyttan marengs.

  2. Blandið næst Rice Krispies og Lakk-Rís kúlum saman við marengsinn. Passið að blanda öllu varlega saman með sleif og varist að slá loftið úr marengsnum.

  3. Smyrjið tvo jafnstóra hringlaga marengsbotna á pappírsklæddar bökunarplötu og bakið í 45-60 mínútur við 150*C. Bakið þar til marengsinn er harður að utan og helst kyrr við viðkomu. Slökkvið á ofninum og leyfið marengsinum að hvíla í ofninum þar til ofninn er orðin alveg kaldur. 

  4. Búið til súkkulaðibráðina og leyfið henni að kólna á meðan þið klárið restina af tertunni. Hitið rjóma við vægan hita í litlum potti. Bætið súkkulaðinu og Villikettinum saman við og hrærið þar til allt hefur bráðnað vel saman. Leggið til hliðar og leyfið súkkulaðinu að kólna svo rjóminn bráðni ekki þegar þið hellið blöndunni yfir kökuna.

  5. Næst er rjóma fyllingin búin til. Saxið þrjá Freyju Lakkrís Villiketti smátt niður og stappið næst hindberin þar til þau eru vel maukuð. 

  6. Þeytið rjómann þar til hann er orðin vel þeyttur og blandið næst hindberjunum og súkkulaðinu saman við rjómann.

  7. Takið annan marengsbotninn og setjið rjómafyllinguna á hann. 

  8. Setjið næsta marengsbotn á kökuna og hellið súkkulaðinu yfir kökuna. 

  9. Skreytið fallega og berið fram. Einnig er gott að leyfa kökunni að standa í kæli áður en hún er borin fram til að leyfa rjómanum að mýkja marengsinn.

Previous
Previous

Drauma Brownies

Next
Next

Súkkulaði Kleinuhringir