DRAUMA BROWNIE
Stundum þarf ekki að flækja hlutina til að gera góða hluti enn betri.
Þessi er fyrir þá sem elska gott súkkulaði, kunna að meta djúsí brownie og elska nýju Drauma bitana frá Freyju!
INNIHALD
6 egg
500 g sykur
350 g smjör
200 g Freyju suðusúkkulaði
220 g hveiti
150 g Freyju dökkir súkkulaðidropar
1 poki Freyju Drauma Bitar
AÐFERÐ
Byrjið á að þeyta saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
Bræðið næst smjör við vægan hita og þegar smjörið er bráðnað er suðusúkkulaðinu bætt saman við og hrært þar til þið eruð komin með silkimjúka súkkulaðiblöndu.
Hellið súkkulaðinu varlega saman við deigið eggin og sykurinn og hrærið varlega saman.
Að lokum er hveitinu og súkkulaðidropunum bætt saman við og hrært þar til deigið er komið saman, passið að ofhræra ekki deigið.
Setjið deigið í pappírsklætt form og bætið Drauma bitunum í deigið, dreifið jafnt yfir deigið og passið að hylja bitana með deiginu eftir að þeir hafa verið settir í.
Bakið deigið við 170*C í 30-35 mínútur eða þar til toppurinn er vel glansandi en miðjan er ennþá mjúk.
Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið hana úr forminu og skerið niður í bita.