Hjónabandssæla með súkkulaði
Íslendingar elska það sem er einfalt og klassískt. Hér er hin fullkomna hjónabandssæla, með kaffinu, í sunnudagsbaksturinn eða haustið þegar rabbarbarinn kallar.
INNIHALD
1 krukka rabbarbarasulta
100 g smátt saxað Freyju suðusúkkulaði
100 g sykur
300 g mjúkt smjör
200g púðursykur
400 g hveiti
230 g haframjöl
2 egg
1 tsk matarsódi
AÐFERÐ
1. Blandið öllu saman nema sultunni og súkkulaðinu, hér er best að nota hrærivél en vel hægt að hnoða saman með höndunum enda mjúkt deig sem auðvelt er að búa til.
2. Takið c.a. ¼ af deiginu frá og leggið til hliðar, rúllið restina af deiginu út í c.a hálfs cm þunnan botn og setjið yfir á pappírsklædda ofnplötu.
3. Dreifið sultunni og saxaða suðusúkkulaðinu yfir sælubotninn og rúllið svo út restinni af deiginu.
4. Skerið deigið í þunna langa strimla og leggið sitt á hvað yfir sæluna svo það myndist fallegt mynstur.
5. Bakið í 30-40 min á 180°C.
Sultu uppskrift fyrir þá sem vilja gera sæluna aðeins meira næs og græja sultuna sjálf, þetta er ekki hin klassíska útgáfa af sultu en hún er heldur betur ljúffeng og ég mæli með að gera hana
Rabbarbara compote/sulta
500 g rabbarbari
200 g sykur
Dass af vanillu
Aðferð:
1. Saxið rabbarbara niður í litla bita.
2. Setjið í eldfast mót og dreifið sykri og vanillu yfir.
3. Setjið mótið inn í ofn stilltan 180* blástur og leyfið rabbarbaranum að malla í ca 20-30 mínútur.
4. Hrærið í rabbarbaranum og bakið áfram í 10-15 mínútur eða þar til allur sykurinn er bráðinn og rabbarbarinn er orðin alveg mjúkur.
5. Hærið saman þar til það myndast einskonar sulta og leggið til hliðar.

