Súkkulaði smákökur með Freyju karamellu og bismarck brjóstsykri
INNIHALD
120 g hveiti
20 g kakó
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
300 g Freyju súkkulaðidropar
100 g Freyju karamellu súkkulaðiplata
1 poki Freyju karamellur
40 g ósaltað smjör
50 g sykur
140 g púðursykur
Dass af vanilludropum
2 stór egg, við stofuhita
30 ml mjólk
6 jólastafir, fínmuldnir
AÐFERÐ
Hitið ofninn í 170*C. Útbúið tvær stórar bökunarplötur með bökunarpappír, og spreyjið þær létt með olíuspreyi. Leggið til hliðar.
Hrærið saman öllum þurrefnunum.
Blandið saman 130 g af súkkulaðidropunum og smjörinu skál. Hitið í örbylgjuofni eða í potti á lágum hita, hrærið inn á milli þar til allt er bráðið. Bætið síðan sykrinum, púðursykrinum og vanillummi út í og hrærið vel.
Bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel eftir hvert egg. Hrærið síðan mjólkinni út í.
Bætið þurrefnunum út í blönduna og blandið varlega saman, varist að hræra of mikið.
Hrærið restinni af súkkulaðidropunum varlega saman við deigið ásamt vel söxuðu Freuju Karamellu súkkulaði og muldnum jólastöfum.
Setjið u.þ.b matskeið af deigi á bökumarplötu og passið að hafa gott bil á milli.
Setjið eina plötu í einu í ofninn og lækklið hitann í 150°C um leið og platan fer inn.
Bakið í 15-20 mínútur, eða þar til brúnirnar eru bakaðag og toppurinn er dökkur og glansandi.
Ef kökurnar renna aðeins út í bakstrinum, ýtið varlega inn brúnunum á meðan kökurnar eru enn heitar úr ofninum.
Setjið 1 Freyju Karamellu í miðja smákökuma á meðan þær eru enn heitar svo karamellan mýkist.
Bræðið næst Freyju súkkulaði og setjið yfir ásamt muldnum jólastöfum.

