Söru ís í Ninja Creami

Heimagerður ís á nokkrum mínútum – þetta er ást við fyrstu skeið.

INNIHALD

  • 250ml vanillumjólk

  • 1-2msk espresso

  • 2tsk dökkt kakó

  • 4stk Sörubotnar / makkarónubotnar gróft saxað

  • 25gr Freyju suðusúkkulaði saxað

AÐFERÐ

  1. Setja Vanillumjólk, espresso og kakó í ninja Creami glas og hrista vel. Geyma blönduna í frystinum í 24klst. 

  2. Setjið glasið í Ninja Creami vélina og stillið á light ice cream stillinguna. Takið glasið úr vélinni og skafið meðfram hliðunum á glasinu og bætið Freyju suðusúkkulaðinu í glasið.  Bætið við smá mjólk ef þess er þörf.

  3. Setjið glasið aftur í vélina og ýtið á respin. endurtakið þar til þið eruð komin með silkimjúka og ljúffenga áferð á ísinn.

  4. Bætið sörubotnum/makkarónum í ísinn

Next
Next

Djúsí Biscoff brownies