Djúsí Biscoff Brownies
Kex, brownie, bráðið súkkulaði og ristaðir sykurpúðar, allt sem maður þarf þegar veðrið er grátt og sálina vantar smá sykur hlaðið knús yfir heitu kakói og kertaljósi🤎
INNIHALD
1 pakki Biscoff kex
• 150 g smjör (brætt)
• 200 g Freyju suðusúkkulaði
• 200 g sykur
• 3 egg
• 100 g hveiti
• 30 g kakó
• 1/2 tsk salt
• 150 g Freyju súkkulaðidropar
• 1 poki sykurpúðar
AÐFERÐ
1. Hitið ofninn í 175°C.
2. Smyrjið bökunarform (um 20x20 cm) og klæðið með bökunarpappír.
3. Raðið Biscoff kexum í botninn á forminu.
4. Bræðið smjör og súkkulaði saman og látið kólna.
5. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan verður létt og ljós. Hellið svo súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið vel.
6. Sigtið hveiti, kakó og salt saman og blandið varlega saman við deigið.
7. Hellið deiginu yfir Biscoff-lagið og jafnið út.
8. Bakið í ca 30 mínútur eða þar til miðjan er aðeins mjúk og toppurinn er glansandi.
9. Stráið súkkulaðidropum og sykurpúðum yfir og bakið í 5–7 mínútur til viðbótar eða þar til sykurpúðarnir eru gullinbrúnir.

